Fara í efni

Íþróttahátíð 30. janúar klukkan 17:00

29.01.2020
Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík og Leikskólans Lækjarbrekku verður í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík fimmtudaginn 30. janúar klukkan 17:00. Þetta er í fyrsta skipti sem l...
Deildu


Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík og Leikskólans Lækjarbrekku verður í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík fimmtudaginn 30. janúar klukkan 17:00. 

Þetta er í fyrsta skipti sem leikskólinn tekur þátt en þrír árgangar leikskólans, börn fædd 2014, 2015 og 2016 hafa verið í íþróttakennslu frá því í haust og taka nú þátt ásamt foreldrum sínum.

Hátíðin fer þannig fram að fyrst er innganga barnanna og síðan býður hver barnahópur foreldrum sínum til leiks.

Frístund 1.-4. bekkjar selur samlokur og djús til styrktar starfsemi sinni.

Tilkynnt verður um val á íþróttamanni Strandabyggðar og hvatningarverðlaun Strandabyggðar verða afhent.

Stjórnandi íþróttahátíðarinnar er Ásdís Birna Árnadóttir.
Verið öll velkomin á íþróttahátíð.

Til baka í yfirlit