Fara í efni

Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera :)

15.02.2013
 Elsku mamma og pabbi   Þessi vika gekk bara ótrúlega vel hjá mér. Ég vann öll þau verkefni sem fyrir mig voru lögð og ég kláraði einnig öll markmiðin mín bæði í íslensku og...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi  
 

Þessi vika gekk bara ótrúlega vel hjá mér. Ég vann öll þau verkefni sem fyrir mig voru lögð og ég kláraði einnig öll markmiðin mín bæði í íslensku og stærðfræði.


Ég lærið stafinn Ð ð og gerði mörg verkefni honum tengd, ég komst að því að ekkert orð byrjaði á ð-i. Ég fór í orðabingó, safnaði orðum í orðasafnið mitt, skrifaði sögu í sögubókina mína, endurraðaði orðabútum og bjó til ljóð, safnaði nafnorðum og flokkaði þau í sérnöfn og samnöfn og svo las ég frjálst í frjálslestrarbók. Þannig að það má segja að ég hafi nú aldeilis  staðið mig vel.  


Ég er enn að æfa mig í að  leggja saman tveggja stafa tölu og geyma, það er svolítið erfitt en það er alveg að koma hjá mér. Ég tók með mér aukaverkefni heim sem ég ætla að vinna í ef ég verði í stuði, ég á svo að skila því fimmtudaginn 21. febrúar. (1. bekkur).


Ég hélt áfram að æfa mig í að taka til láns og geyma, það er farið að ganga mun betur hjá mér. Ég tók með mér aukaverkefni heim sem ég ætla að vinna ef ég verð í stuði, ég á svo að skila því næsta fimmtudag (21. febrúar) og þá fæ ég ný aukaverkefni. Ég fékk nýja bók sem heitir „Við stefnum á margföldun" og er aðeins byrjuð/aður að vinna í henni. Mér finnst margföldun smá erfið, en Vala sagði mér að margföldun sé endurtekin samlagning, þ.e.a.s.   5 sinnum 5 er það sama og 5 + 5 + 5 + 5 + 5. Ég verð vonandi fljót/ur að ná tökum á margfölduninni (2. - 3. bekkur).

 

Ég fór á fund með Önnu hjúkrunarkonu og við ræddum saman um líkamann minn, um hver má snerta hann, um einkastaðina mína, um muninn á góðri/notalegri snertingu og vondri. Um góð og vond leyndarmál og hverjum maður eigi að treysta. Það var mjög gaman að hitta Önnu og ræða þessa hluti við hana því að hún er alltaf svo ljúf og góð (1. bekkur).

Ég stóð mig mjög vel og var algjörlega til fyrirmyndar :)

Elsku mamma og pabbi getið þig hjálpað mér aðeins og skoðað með mér ofan í pennaveskið mitt, það þarf kannski strokleður, blýant, yddara eða liti.


Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.  

Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa J

Til baka í yfirlit