Fara í efni

Í leikskóla er gaman.....

21.02.2014
Heil og sæl.Nú er liðin vika tvö í nýrri stofu og í gær var haldinn foreldrafundur þar sem farið var yfir stöðuna. Á bekkjarfundi í vikunni ræddum við um þessar breytingar. Eftir ...
Deildu
Heil og sæl.
Nú er liðin vika tvö í nýrri stofu og í gær var haldinn foreldrafundur þar sem farið var yfir stöðuna. Á bekkjarfundi í vikunni ræddum við um þessar breytingar. Eftir umræður fórum við hópeflisleiki og komum við til með að gera það áfram þar sem ungir einstaklingar eiga erfitt með að sitja kyrrir og ræða málin í heila kennslustund. 
Á miðvikudaginn fór helmingur bekkjarins í heimsókn á leikskólann. Það var mjög vel tekið á móti okkur og fengu nemendur að taka þátt í starfinu sem fór fram bæði inni og úti. N.k miðvikudag fer seinni hópurinn í heimsókn.
Næsta mánudag er starfsdagur og á þriðjudegi verða nemenda- og foreldraviðtöl.
Kennsla hefst svo aftur samkvæmt stundaskrá á miðvikudaginn 26. feb.
Góða helgi
Íris Björg og Kolla

Til baka í yfirlit