Fara í efni

Hvað hangir á spýtunni

03.10.2013
Heil og sæl.Í þessari viku byrjuðu nemendur að vinna með mælingar í stærðfræði og í íslensku erum við að fara yfir Nafnorð. Samnöfn, sérnöfn, andheiti og samheiti. Í samfélags...
Deildu
Heil og sæl.
Í þessari viku byrjuðu nemendur að vinna með mælingar í stærðfræði og í íslensku erum við að fara yfir Nafnorð. Samnöfn, sérnöfn, andheiti og samheiti. Í samfélagsfræði voru nemendur að klára kafla um hænsn og vinna í að útbúa sína vinnubók hvert en í náttúrufræði kláruðu þau sameiginlegt verkefni um frumefni og byrjuðu á kafla um sundrendur í náttúrunni. Í gær var því fengin spýta, hamar og naglar í smíðastofunni, safnað saman ýmsum varningi og hann sýðan nelgdur á spýtunna. Hún var svo grafin í jörðu og verður tekin upp eftir tvær vikur. Þá mun koma í ljós hvað af því sem við festum á spýtuna höfðar til sundrungana í jarðveginum okkar. Á meðfylgjandi mynd má sá spýtuna rétt áður en nemendur huldu hana mold en á henni er m.a. að finna lífrænan jafnt og ólífræn úrgang sem til fellur á flestum heimilinum. Markmiðið er m.a að að viðhalda og efla umhverfisvitund.
Verðlaunakrukkan þeirra fylltist í dag og munum við því finna okkur tíma í næstu viku til að taka út fyrstu verðlaunin.
Í vikunni lét lúsin kræla á sér í skólanum og vil ég því hvetja foreldra til að fylgjast með og kemba börn sín til að ganga úr skugga um að hún sé ekki að búa sér stað í fleirum. Eins vil ég minna á starfsdaga á föstudaginn 4.okt og mánudaginn 7.okt.
Að lokum vil ég svo minna á lestrarátakið sem er í fullum gangi, muna að kvitta fyirr heimalestri, hvetja börnin til að halda vel utan um ALLAR bækur sem þau klára (gildir einu hversu stuttar, langar, stóra og litlar þær eru) svo þau geti sett þær upplýsingar á laufblöðin sem við erum að safna á vegginn í stofunni okkar.
Ég óska ykkur góðrar helgar
með kveðju og vinsemd
Íris Björg
Til baka í yfirlit