Fara í efni

Hvað eru kirkjutröppurnar margar?

14.03.2014
Heil og sæl.Nú verða sagðar fréttir.Sl. mánudag var haldið áfram að vinna og ræða sjálfsmynd út frá viðfangsefni síðustu viku. Skipt var í tvo hópa og greinilegt að nemendur hö...
Deildu

Heil og sæl.

Nú verða sagðar fréttir.

Sl. mánudag var haldið áfram að vinna og ræða sjálfsmynd út frá viðfangsefni síðustu viku. Skipt var í tvo hópa og greinilegt að nemendur höfðu miklar skoðanir á málefninu. Nk. mánudag munum við ræða um samvinnu.

Sl. Miðvikudag gróðursettu nemendur blómafræ í tengslum við Gunnjónuverkefni. Nemendur huga að því að vökva í Gunnjónustund en við, Íris og Kolla, tökum að okkur að vökva á föstudögum. Svo mun koma að því að nemendur fari heim hver með sinn blómapott.

Í Vali var farið í göngu og nú voru m.a. kirkjutröppurnar taldar en engin endanleg niðurstaða fékkst þar sem nemendur fengu nokkuð misjafna útkomu. Það mun því verða gerð formleg könnun í næsta valtíma. Einnig var í boði að velja búðarleik og vakti hann mikla lukku. Þetta er góð og skemmtileg æfing. Nemendur fengu úthlutað peningum en urðu svo að vinna sér inn meiri pening til að geta farið í búðina að versla. M.a. unnu nemendur með því að laga til í bókakrók, raða skóm og fleiri mikilvæg og viðráðanleg verkefni. Nemendur voru mjög fúsir til vinnu og höfðu gaman af. Utan göngu og búðarleiks var  í boði að velja leir og lestur á bókasafni og eru bæði lestrarhestar og listamenn í hópnum sem nutu sín í þessu vali.

Látum við þetta gott heita af fréttum vikunnar og óskum ykkur góðrar helgar.

Lifið heil.

Íris Björg og Kolla

Til baka í yfirlit