Fara í efni

Húsnæði til sölu á Hólmavík

16.11.2017
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftirfarandi húseignir til sölu á Hólmavík.
Deildu

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftirfarandi húseignir til sölu á Hólmavík.

Austurtún 8. Húsið er byggt árið 1989 og er fyrir miðju í sex húsa raðhúsalengju. Húsið er 117,5 fm að stærð og skiptist í forstofu, eldhús, stofu og salerni á neðri hæð og á efri hæð eru þrjú svefnherbergi að hluta undir súð ásamt baðherbergi með sturtu og baðkari. Sér innkeyrsla með einu bílastæði fylgir húsinu. Einnig fylgir sólpallur eigninni. Ásett verð er 16,9 milljónir.

Víkurtún 9. Húsið er byggð árið 1979. Húsið er annað frá enda í sex húsa raðhúsalengju. Húsið er 108 fm skiptist í anddyri, þvottahús, eldhús, búr, alrými, stofu, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Úr anddyri er gengið inn í þvottahús, inn af eldhúsi er lítið búr eða geymsla. Stofan er rúmgóð og nýtist einnig sem borðstofa. Komið er að viðhaldi á húsnæðinu. Óskað er eftir tilboði.

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Til baka í yfirlit