Einn af ástsælustu fastagestum undanfarinna Hamingjudaga er spámiðillinn Hrönn Friðriksdóttir (
www.spamidill.com). Fjölmargir Strandamenn og gestir hafa nýtt sér þjónustu Hrannar sem hefur vart náð að anna eftirspurn, svo mikil hefur aðsóknin og ánægjan verið. Í sumar ætlar Hrönn að koma fyrr en venjulega á Hamingjudaga - hún kemur á miðvikudegi 27. júní og verður á Hólmavík til sunnudagsins 1. júlí.
Hrönn mun bjóða upp á heilan tíma að þessu sinni sem er 45 mínútur að lengd. Tíminn er tekinn upp og settur á disk. Í tilefni af Hamingjudögum býður Hrönn upp á sérstakt tilboð - heill tími fyrir aðeins kr. 5.000.-
Hægt er að byrja að panta tíma strax í síma 861-2505 eða í netfangið hronn@spamidill.com.