Nú loks er byrjað að grafa fyrir hreinsistöð í Norðurfjöru, svokölluðum demanti, sem kemur til með eð hreinsa skólpið sem fer í hann og rennur síðan frá honum um 95-97%.
Búið er að semja við Gámaþjónustu Hólmavíkur sem sér um gröft og fl. Áður er búið að setja einn minni demant á skeiðinu, svo hægt er að segja að loksins sé hafið verkefni við að laga og hreinsa allt skólp sem hefur runnið ómeðhöndlað til sjávar. Fljótlega verður gerð verðkönnun um gámahreinsistöð fyrir neðan Austurtún sem sett verður niður næsta sumar.
Á áætlun er að halda áfram að setja upp einhverskonar hreinsistöðvar á allar útrásir á Hólmavík. Þess má geta að Fiskeldissjóður styrkti þennan fyrsta áfanga í hreinsun fráveitukerfis.
