Fara í efni

Hnallþóruverðlaunin

04.07.2018
Hnallþóruverðlaun voru veitt þessa Hamingjudaga sem endranær.

Veitt voru verðlaun að vanda fyrir hamingjusömustu kökuna, flottustu kökuna og girnilegustu kökuna. Í ár í fyrsta skipti voru svo veitt verðlaun í barnaflokki fyrir skemmtilegustu kökuna og frumlegustu kökuna. Í dómnefnd sátu útvaldir íbúar Strandabyggðar og dyggir sjálfboðaliðar; Kristjana Eysteinsdóttir, Gunnar Jónsson og Chang Lee.
Deildu
Hnallþóruverðlaun voru veitt þessa Hamingjudaga sem endranær.

Veitt voru verðlaun að vanda fyrir hamingjusömustu kökuna, flottustu kökuna og girnilegustu kökuna. Í ár í fyrsta skipti voru svo veitt verðlaun í barnaflokki fyrir skemmtilegustu kökuna og frumlegustu kökuna. Í dómnefnd sátu útvaldir íbúar Strandabyggðar og dyggir sjálfboðaliðar; Kristjana Eysteinsdóttir, Gunnar Jónsson og Chang Lee.

Verðlaunin voru glæsileg að vanda og samanstóðu af vörum og gjafabréfum frá KSH, bókaútgáfunni Sölku, Sauðfjársetrinu á Ströndum, Náttúrubarnaskólanum, Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík og JGR umboðs- og heildverslun.

Í þetta skiptið átti Bryndís Sveinsdóttir heiðurinn af hamingjusömustu kökunni, Sigríður Óladóttir bakaði flottustu kökuna og Helga Gunnarsdóttir átti girnilegustu kökuna á borðinu. Í barnaflokk fengu systkinin Marteinn Sverrisson og Brynhildur Sverrisdóttir vinningana. Marteinn fyrir skemmtilegustu kökuna og Brynhildur fyrir frumlegustu kökuna.

Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og þökkum fyrir okkur.
Til baka í yfirlit