Fara í efni

Helgistund á jólum í Hólmavíkurkirkju

23.12.2020
Vegna samkomutakmarkana sem nú gilda verða ekki sungnar messur í kirkjum á Ströndum um þessi jól. Þess í stað verður jólahelgistund streymt frá Hólmavíkurkirkju ef allt gengur upp. ...
Deildu


Vegna samkomutakmarkana sem nú gilda verða ekki sungnar messur í kirkjum á Ströndum um þessi jól. Þess í stað verður jólahelgistund streymt frá Hólmavíkurkirkju ef allt gengur upp. Stundin mun birtast á aðfangadagskvöld kl. 18:00  á nýstofnaðri facebooksíðu kirkjunnar og verður aðgengileg áfram og hér er slóðin á síðuna og gott að "líka" við síðuna til að engin tilkynning eða viðburður á vegum kirkjunnar fari fram hjá ykkur. 

Á aðfangadag verða einnig sýndar messur á RÚV kl. 18:00 og 23:30.


Í desember færði Starfsmannafélag Kaupfélags Steingrímsfjarðar Hólmavíkurkirkju höfðinglega gjöf. Um er er ræða búnað, myndavél og tölvu til að streyma viðburðum sem tengjast  kirkjustarfi og tónleikahaldi í Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli.

Kirkjan færir starfmannafélaginu hjartans þakkir fyrir hlýhug og velvild  og væntir þess að búnaðurinn muni nýtast vel í kirkju- og menningarstarfi á svæðinu.

Með bestu óskir um gleðileg jól, Sigríður Óladóttir sóknarprestur

Til baka í yfirlit