Fara í efni

Heitum á okkar mottumenn!

22.03.2013
Nú styttist í að áheitakeppninni á mottumars.is ljúki, en það gerist á hádegi í dag. Nú fer hver að verða síðastur að heita á keppendur, en eins og glöggir lesendur vefsins okkar...
Deildu
Nú styttist í að áheitakeppninni á mottumars.is ljúki, en það gerist á hádegi í dag. Nú fer hver að verða síðastur að heita á keppendur, en eins og glöggir lesendur vefsins okkar hafa tekið eftir er tengill inn á þátttakendur í Strandabyggð hér vinstra megin á síðunni. Við hjá Strandabyggð hvetjum sem allra flesta til að fara inn á vefinn og heita á okkar menn, enda er málefnið þarft og gott. Nú er um að gera að gera vel í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Söfnunarféð fer í að auka þekkingu íslenskra karla á forvörnum gegn krabbameinum og að efla rannsóknir.
Til baka í yfirlit