Fara í efni

Hamingjulagasamkeppninni seinkað til 19. maí

03.05.2012
Lagasamkeppni Hamingjudaga hefur verið seinkað um viku vegna óviðráðanlegra ástæðna. Keppnin mun nú fara fram laugardaginn 19. maí, en þann sama dag er Umhverfisdagur á Hólmavík. Að...
Deildu
Lagasamkeppni Hamingjudaga hefur verið seinkað um viku vegna óviðráðanlegra ástæðna. Keppnin mun nú fara fram laugardaginn 19. maí, en þann sama dag er Umhverfisdagur á Hólmavík. Að sama skapi hefur skilafrestur í keppnina verið framlengdur, en nýr skilafrestur er til sunnudagsins 13. maí.

Lagahöfundar nær og fjær eru hvattir til að senda inn lag í keppnina, en allar reglur keppninnar má nálgast hér.
Til baka í yfirlit