Fara í efni

Hamingjugetraunin 2012

20.06.2012
Í ár ætlum við að fara í skemmtilegan leik á Hamingjudögum. Á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík verður krukka full af nammihjörtum frá fimmtudegi til laugardags. Allir sem vilja g...
Deildu
Í ár ætlum við að fara í skemmtilegan leik á Hamingjudögum. Á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík verður krukka full af nammihjörtum frá fimmtudegi til laugardags. Allir sem vilja geta kíkt á krukkuna á opnunartíma miðstöðvarinnar kl. 9:00 til 18:00 og giskað á hversu mörg hjörtu eru í krukkunni.

Sá sem hittir á rétta tölu eða kemst næst henni geta unnið vegleg (en þó fyrst og fremst gómsæt) verðlaun!Tilkynnt verður um sigurvegara í getrauninni á Furðuleikum Sauðfjársetursins í Sævangi sunnudaginn 1. júlí!
Til baka í yfirlit