Kæru foreldrar
Eins og undanfarnar vikur er búið að vera mikið um að vera hjá okkur. Stafurinn H h var kynntur og unnu nemendur í fyrsta bekk verkefni tengd honum. 5 ára hópurinn kom í heimsókn til okkar, þau teiknuðu sjálfsmynd og unnu nokkur verkefni í stærðfræði.Nemendur kláruðu fjölskyldu myndina sína og skrifuðu nokkur falleg orðu til ,,mömmu" og ,,pabba". Allir voru mjög duglegir að vinna að markmiðum sínum í íslensku og stærðfræði og náðu nokkrir að klára Sprotabókina sína.
Í listum var sagan Fóa feykirófa lesin og nemendur teiknuðu myndir upp úr ævintýrinu.
Í náttúrufræði ræddum við saman um vináttu og í framhaldi var teiknuðu vinamynd.
Á miðvikudeginum fórum við í vettvangsferð í skúrinn til Bjössa og Signýjar, við fengum að fylgjast með hákarlaframleiðslunni þeirra. Þeir sem vildu fengu að smakka. Við fengum að skoða nokkrar flottar myndir hjá þeim og svo gáfu þau okkur nokkrar hákarlatennur og fulla dós af hákarli.Á fimmtudeginum var enginn skóli vegna veðurs.
Á föstudeginum fórum við meðal annars í söngstund, við kláruðum jólasögurnar okkar og lásum þær upp fyrir hvert annað. Í ensku töluðu við um hugtök tengd baðherberginu. Rifjuðu upp litina, tölustafina, fatnaðinn, villtu dýrin, húsdýrin og svo hugtök tengd líkamanum.
Í náttúrufræði teiknuðu nemendur litla mynda af sér sem skólabarn, mældum við hæð þeirra og klipptum spotta jafnlangum þeim. Í framhaldi af þessu verkefni þurfum við að fá upplýsingar um fæðinga lengd og þyngd.
Í næstu viku er mikið um var vera hjá okkur. Þær Anna hjúkrunarkona og Sólrún sjúkraliðu ætla að koma að heimsækja okkur á mánudag. 5 ára hópurinn kemur til okkar þriðjudag og miðvikudag. Við ætlum að vera með söngatriði fyrir Stundina okkar miðvikudag og svo ætlar hún Hrafnkatla okkar að kveða fyrir þau. Svo eigum við eftir að gera mörg önnur skemmtileg verkefni.
Takk fyrir vikuna J
Kveðja, Vala
