Fara í efni

Hafragrautur og bláber :)

07.09.2012
 Elsku mamma og pabbi Jæja þá er þriðja vika skólaársins liðin og gekk hún mjög vel hjá mér. Ég var rosalega dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum í íslensku og stærðfæði.Hj...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi

Jæja þá er þriðja vika skólaársins liðin og gekk hún mjög vel hjá mér. Ég var rosalega dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum í íslensku og stærðfæði.

Hjá Ástu var ég að vinna að tveimur verkefnum, jurtalita ull og búa til hristu. Í hristuna nota ég trjágrein sem ég er búin að vera að tálga.

Í galdrabókina mína teiknaði ég nokkrar rúnir. Ég fór í tvær vettvangsferðir, í þeirri fyrri fór ég í berjamó með öllum hinum krökkunum í 1. - 3. bekk og tíndi bæði bláber og krækiber. Ég notaði svo hluta af berjunum í hafragrautinn sem ég fékk í nestistímanum.

Í seinni vettvangsferðinni sá ég dverga skottast í kringum Dvergaskútann við kirkjuna. En í litlum hellisskúta í klettunum neðan við Hólmavíkurkirkju er einmitt inngangurinn að veröld þeirra.

Ég gerði líka margt annað í vikunni s.s fór í ýmsa leiki, en ég get sagt ykkur eitt kæru foreldrar mínir, það er að ég var til fyrirmyndar alla vikuna og stóð mig rosalega vel.  

Já, meðan ég man þá þarf ég að muna eftir að koma með inniskó :)

Með góðri kveðju,


Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.


Ps. Vala, Agnes og Dúna biðja að heilsa :)

Skilaboð frá Völu: Nú hafa allir nemendur í 2. - 3. bekk fengið heimalestrabók og stílabók, það er mjög mikilvægt að allir lesi heima á hverjum degi og skrifi orðin sín. Það stóðu allir sig mjög vel í hraðlestrarprófinu, sumir höfðu lækkað lítilega en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég hef skoðað stafaþekkingu hjá flest öllum í 1. bekk og hafa nokkrir fengið lestrarbækur í kjölfarið. Í vikunni mun ég svo senda ykkur niðurstöðurnar.

Til baka í yfirlit