Fara í efni

Hafragrautur

25.08.2013
Síðastliðið skólaár var boðið upp á hafragraut á morgnana. Grauturinn var í boði í fyrsta nestistíma og var vel tekið af foreldrum og nemendum. Nú hefur verið ákveðið að bjóð...
Deildu

Síðastliðið skólaár var boðið upp á hafragraut á morgnana. Grauturinn var í boði í fyrsta nestistíma og var vel tekið af foreldrum og nemendum. Nú hefur verið ákveðið að bjóða einning upp á hafragraut í vetur en með breyttu fyrirkomulagi. Nú verður grauturinn í boði áður en skóli hefst eða kl. 8.20 á morgnana og er tíminn valinn með tilliti til þess að flestir eru mættir á þeim tíma í skólann.

Grauturinn verður í boði frá og með 26. ágúst

 

Til baka í yfirlit