Kæru foreldrar
Vikan gekk ljómandi vel :)
Við vorum mjög dugleg að vinna að markmiðum okkar í vikunni bæði í íslensku og stærðfræði. Í stærðfræði fengu nemendur í 1. bekk bókina Kátt er í Kynjadal en nemendur í 2. bekk nýja Sprotabók.
Á þriðjudeginum var stafurinn I- i kynntur. Þá unnu nemendur verkefnablöð sem reyndu á fínhreyfingar þeirra.
Á miðvikudeginum fórum við meðal annars í skrift, skrifuðum nokkur orð sem áttu I - i sem fyrsta staf. Svo fórum við í stopp dans, það var rosalega gaman.
Við tókum þátt í norrænna skólahlaupinu og stóðum okkur með prýði. Eftir hádegið var gullskórinn afhentur og fengu allir nemendur skólans skóinn þar sem allir voru svo duglegur í átakinu ,,Göngum í skólann".
Kaupfélag Steingrímsfjarðar bauð öllum upp á niðurskorna ávexti og grænmenti og Arion banki bauð upp á vatn í sjómannsbrúsa.
Á fimmtudeginum var tölvutími. Ég skipti hópnum í tvennt, helmingurinn fór í tölvur á meðan hinir voru í vali. Tölvuhópurinn vann verkefni inn á náms.is um samhljóða á meðan léku hinir sér að legokubbum.
Á föstudeginum byrjuðum við á þemaverkefninu ,,Allt um mig og þig" Við fórum aðeins í það hvernig við urðum til. Við fengum meðal annars að vita að fóstrið er ca. 6 mm þegar það hefur verið í maganum á ,,mömmu" sinni í mánuð, að á öðrum mánuði er fóstrið farið að líkjast barni, með örlitla handleggi, fótleggi, augu og eyru að myndast. Að á sjötta mánuði er barnið farið að sparka svo að móðirin finnur greinilega fyrir því og að í lok áttunda mánaðarins breytir barnið um stöðu og snýr nú höfðinu niðu
Við fórum líka í tónmennt, skrifuðum okkar eigið tónverk og frumfluttum það í lok tímans.
Takk fyrir vikuna, Kveðja Vala
