Fara í efni

Göngutúr og álfasýning

31.01.2014
Heil og sælÞessi vika hefur gengið mjög vel. Hópurinn er alltaf að slípast betur og betur saman og vinnusemin betri eftir því. Á bekkjarfundi ræddum við um virðingu, skilning, umburða...
Deildu

Heil og sæl

Þessi vika hefur gengið mjög vel. Hópurinn er alltaf að slípast betur og betur saman og vinnusemin betri eftir því. Á bekkjarfundi ræddum við um virðingu, skilning, umburðarlyndi , væntumþykju og samkennd. Þetta eru auðvitað svolítið flókin hugtök en engu að síður mikilvæg. Í vali var boðið uppá fjóra valkosti; göngutúr með Kollu, lestur á bókasafni, einingakubbar og leir. Göngutúrinn var mjög vinsæll og munum við bjóða upp á hann áfram í vali. Í göngutúr er lögð áhersla á að þekkja nærsamfélagið og hafa nemendur m.a. heimsótt sýsluskrifstofuna, Hlökk,  Sparisjóðinn og farið í fjöruna.

Nú líður senn að lokum Álfastunda og af því tilefni hefur foreldrum verið boðið að koma n.k. mánudag, 3.feb klukkan 13:30 og skoða sýnilegan afrakstur. Það hefur verið mikið fjör við undirbúning sýningar og nemendur verið að leggja lokahönd á verkin sín. Þau eru mjög spennt að sýna  afrakstur sinn og margar afar skemmtilegar hugmyndir komu upp um útfærslu sýningarinnar. Að lokum var einróma samþykki fyrir þeirri hugmynd sem valin var. Nokkrir nemendur koma til með að lesa upp og hafa þeir fengið lesefnið í hendur og hvetjum við foreldra þeirra barna til að aðstoða þau við æfingar.

Hlökkum til að sjá ykkur á mánudag og óskum ykkur góðrar helgar.

Íris Björg og Kolla

Til baka í yfirlit