Kæru foreldrar
Ég vil byrja á því að þakka ykkur foreldrum fyrir gott og ánægjulegt spjall síðasta fimmtudag. Það er alltaf mjög gagnlegt og gaman að fá að hitta ykkur og ræða frammistöðu og nám barnanna. Ég er mjög stolt af öllum litlu englunum mínum, þeir stóðu sig allir frábærlega vel.
Stafurinn G g var kynntur og unnu nemendur í 1. bekk verkefni honum tengd. Í stærðfræði erum við að vinna með tölurnar 0 - 20, samlagningu og frádrátt.
5 ára hópurinn kom í heimsókn til okkar í vikunni, nemendur unnu í stærðfræði og eina blaðsíðu í Skólabókinni minni .
Í íþróttum var farið í fótboltaleiki þar sem áherslan var lögðu á grófhreyfingar og samhæfingu. En einnig var farið í Tarzan leikinn.
Síðasta föstudag fengu allir nemendur grunnskólans afhent öryggisvesti að gjöf frá Strandabyggð og voru nemendur að sjálfsögðu hvattir til að nota þau.
Í ensku voru vikudagarnir kynntir og farið var yfir ,,enskuprófið". Í náttúrufræði erum við enn að vinna með lengd og þyngd.
Þórey frænka Hrafnhildar Kríu var hjá okkur síðasta mánudag, það er búið að vera mjög skemmtilegt að hafa hana hjá okkur:)
Þar sem ég náði ekki að leggja þátíðarprófið fyrir alla í vikunni, mun ég senda ykkur niðurstöðurnar eins fljótt og unnt er.
Bolludagur er á mánudaginn og þá mega nemendur koma með bollur í nesti :). Á miðvikudaginn (öskudag) er starfsdagur kennara í skólanum ,en þá er frí hjá nemendum :). Á föstudaginn er Grilldagur þá mega allir nemendur grilla samloku í nestistímanum.
Með góðri kveðju og njótið helgarinnar :)
Vala
