Fara í efni

Gleðilegt ár !

10.01.2014
Sælir foreldrar og forráðamenn.Nýja árið byrjaði bara vel hjá 5. 6. og 7. bekk, lærdómur kominn á fullt skrið og nemendur bara sáttir eftir jólafríið.  Við erum byrjuð á nýrri ...
Deildu

Sælir foreldrar og forráðamenn.

Nýja árið byrjaði bara vel hjá 5. 6. og 7. bekk, lærdómur kominn á fullt skrið og nemendur bara sáttir eftir jólafríið.  Við erum byrjuð á nýrri bók í samfélagsfræði, Sögueyjunni.  Kafli er lesinn upphátt fyrir bekkina og spurningahefti svo unnið.  Á miðvikudag 15.janúar, verður fyrsta könnunin í samfélagsfræði, úr köflum 1-3.  Nemendur hafa fengið heim með sér bókina ásamt fyrirmælum um hvernig skal undirbúa sig fyrir könnunina.

Heimanámi í 6. og 7. bekk er nokkuð ábótavant.  Samkvæmt markmiðum eiga nemendur að lesa heima ákveðnar blaðsíður á viku í Snorra sögu og  viljum við biðja foreldra að fylgjast með að það verði gert.  Einnig eiga þau að vinna 2-3 blaðsíður heima í Skruddu II.

Umsjónarmenn vikunnar voru Bríanna og Daníel og stóðu þau sig með prýði, bæði í frágangi og bekkjarstjórnun.

Með von um gott samstarf á nýju ári,

Kveðja,

Lára og Kristjana

Til baka í yfirlit