Eins og fram kom á dreifimiða sem dreift var til foreldra barna í 5.-7. bekk nýlega er fyrirhugað að halda árlegt náttfatapartý hjá 5.-7. bekk í félagsmiðstöðinni Ozon nú í kvöld, mánudagskvöldið 30. maí. Við byrjum klukkan 22:00, en þar sem morgundagurinn er hefðbundinn vinnudagur hjá foreldrum margra barna daginn eftir ljúkum við kvöldinu kl. 8:00 - ekki 9:00 eins og stendur í dreifibréfi!!
Mig langar til að ítreka þrjá hluti:
1) Í dreifibréfi komu fram rangar upplýsingar um tíma á partýlokum. Sækja þarf börn og allan farangur þeirra ekki seinna en kl. 8:00 um morguninn. Þetta verður ítrekað aftur við foreldra þegar þeir mæta með börn sín á svæðið í kvöld.
2) Allir sem gista eiga að koma með dýnu, kodda, sæng eða svefnpoka og tannbursta. Þar sem við erum ansi mörg gengur ekki upp að koma með stórar dýnur nema fleiri en einn séu um sömu dýnuna.
3) Þeir sem ekki ætla að gista fara heim kl. 01:00. Foreldrar þurfa að sækja þá sem ekki gista. Ef upp koma vandamál um miðja nótt eða einhver missir gistikjarkinn verður reynt eftir fremsta megni að leysa málið, en ef það reynist ekki mögulegt geta foreldrar átt von á símtali til að sækja barnið. Ég tel þó frekar ólíklegt að þessi staða komi upp.
B.kv. Arnar S. Jónsson.
Gistikvöld hjá 5.-7. bekk
30.05.2011
Eins og fram kom á dreifimiða sem dreift var til foreldra barna í 5.-7. bekk nýlega er fyrirhugað að halda árlegt náttfatapartý hjá 5.-7. bekk í félagsmiðstöðinni Ozon nú í kvöld...