Fara í efni

Galdrastafir og jurtalitun

01.09.2012
 Elsku mamma og pabbiÖnnur vika skólaársins fór að mestu leyti fram innan veggja skólans og gekk hún alveg ljómandi vel hjá mér. Ég var mjög dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum b...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi


Önnur vika skólaársins fór að mestu leyti fram innan veggja skólans og gekk hún alveg ljómandi vel hjá mér. Ég var mjög dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum bæði í íslensku og stærðfæði.
 

Í listum hjá Ástu lærði ég bæði að jurtalita ull og svo fór ég með henni út í Rósulaut og þar kenndi hún mér að tálga. Í enskutíma kynnti ég mig og sagði hvað ég væri gömul/gamall, þá voru nokkur dýraheiti skoðuð og ég endaði á því að telja upp á tíu. Þetta gekk allt saman mjög vel og ég stóðu mig frábærlega vel. 
 

Ég teiknaði myndir af Joðmundi Loðna, dvergi og álf. Þessar myndir príða nú veggi skólans.

Svo er ég að búa til galdrabók og í hana teikna ég allskonar rúnir. Nú þegar hef ég teiknað  rúnirnar Ægishjálm, Gapald, Kristna táknið, Vindgapa og Fretrúnir. Ég hef skoðað hvern staf fyrir sig og velt því fyrir mér fyrir hvað hann stendur.

Í tjáningu æfði ég mig í að koma fram, kynnti mig og sagði nokkur falleg orð um sessunaut minn, mér fannst það  pínu erfitt. En ég endaði tímann á því að fara í slönguleik með hinum í bekknum og það fannst mér rosalega gaman. 
 

Ég stóð mig frábærlega vel í vikunni og hegðun mín var til fyrirmyndar eða það segja stelpurnar allavegna :)
 

Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.


Ps. Vala, Agnes og Dúna biðja að heilsa :)

Skilaboð frá Völu: Nú hafa allir nemendur í 2. - 3. bekk fengið heimalestrabók og stílabók, það er mjög mikilvægt að allir lesi heima á hverjum degi og skrifi orðin sín. Stafaþekking hjá nemendum í 1. bekk verður könnuð í næstu viku og nemendur í 2. - 3. bekk fara í hraðlestrarpróf. Ég verð í leyfi föstudaginn 7. september.

Til baka í yfirlit