Fara í efni

Fyrstu prófin :)

04.11.2011
 Kæru foreldrarSíðasta vika gekk ljómandi vel.  Á mánudeginum unnum við að markmiðum okkar í íslensku og stærðfræði. Svo kláruðum við dúkkulísurnar okkar og eru þær flestar ...
Deildu
 

Kæru foreldrar


Síðasta vika gekk ljómandi vel.  Á mánudeginum unnum við að markmiðum okkar í íslensku og stærðfræði.

Svo kláruðum við dúkkulísurnar okkar og eru þær flestar komnar upp á vegg.


Í vikunni fóru nemendur í nokkrar kannanir. Á þriðjudeginum tóku nemendur í 1. bekk sína fyrstu könnun. Það var læsisskimun og stóðu þau sig með prýði. Eftir hádegi unnu nemendur í markmiðum sínum. Stafurinn M -m var kynntur.      


Á miðvikudeginum fóru nemendur í 2. bekk í læsisskimum, en fyrsti bekkur fór í skriftarkönnum. Eftir hádegi fórum við í ensku. Við lærðum heitin á litunum og svo ritjuðum við upp tölustafina frá 1 upp í 10. Þetta gekk allt saman mjög vel.


Fyrsta prófið allir mjög einbeittir :)


Á fimmtudeginum átti nemendur að taka stafsetningakönnun og könnun í hugtakaskilningi en nemendur unnu þess í staðin að markmiðum sínu í íslensku og stærðfræði.

 

Á föstudeginum fóru nemendur í hraðlestrarpróf, þeir fóru í stafsetningakönnun og könnun í hugtakaskilningi.  Í tónmennt fórum við í leiki og skemmtu við okkur vel. 

Eins og sjá má þá leikur Hrafnkatla sól, Þorsteinn járnsmið og Miro kengúru :)

Annars gekk vikan ljómandi vel hjá okkur og allir mjög duglegir.
 

PS. Á þriðjudaginn verð ég íleyfi. Á fimmtudaginn er starfsdagur kennara en þá er frí hjá nemendum. Á föstudaginn eru svo foreldraviðtöl, þá fá foreldrar í hendurnar einkunnrablað með


Bestu kveðjur, Vala

 

 

Til baka í yfirlit