Fara í efni

Fyrsti dagur Barnamenningarhátíðar Vestfjarða

13.03.2016
Nú er fyrsti dagur Barnamenningarhátíðar Vestfjarða að líða að lokum. Fyrsti viðburður hátíðarinnar var Leikjadagur Skíðafélags Strandamanna og var ekki látið veðrið stoppa sig...
Deildu
Nú er fyrsti dagur Barnamenningarhátíðar Vestfjarða að líða að lokum. Fyrsti viðburður hátíðarinnar var Leikjadagur Skíðafélags Strandamanna og var ekki látið veðrið stoppa sig. Mikil gleði og ánægja var á svæðinu á meðan fólk tók nokkrar æfingar og leiki á skíðum við íþróttamiðstöðina á Hólmavík. Í lok leikjadagsins sagði tómstundafulltúi Strandabyggðar nokkur orð og setti Barnamenningarhátíð Vestfjarða í fyrsta skipti.
Til baka í yfirlit