Fara í efni

Fyrirlestrar í Hnyðju um helgina

31.08.2012
Á morgun, laugardaginn 1. september, heldur Rakel Sigurðardóttir næringar- og heilsuráðgjafi tvo fróðlega fyrirlestra í Hnyðju. Fyrirlestrarnir eru hluti af heilsueflingu í Strandabygg?...
Deildu
Á morgun, laugardaginn 1. september, heldur Rakel Sigurðardóttir næringar- og heilsuráðgjafi tvo fróðlega fyrirlestra í Hnyðju. Fyrirlestrarnir eru hluti af heilsueflingu í Strandabyggð sem stendur yfir allan september.

Fyrri fyrirlesturinn hefst kl. 11:00 og ber heitið Börn, mataræði og heilsa, en sá seinni hefst kl. 16:00 og hefur yfirskriftina Næring og heilsa fyrir lífið. Sunnudaginn 2. september býður Rakel síðan upp á einstaklingsráðgjöf (pantanir í s. 663-0497).

Allar frekari upplýsingar um fyrirlestrana og ráðgjöfina má nálgast með því að smella hér.

Til baka í yfirlit