Fara í efni

Fyrirkomulag heimanáms að loknum skóladegi

02.09.2010
Í skólanum er boðið upp á heimanámstíma að loknum skóladegi, fyrir þá sem vilja nýta sér það, fyrir börn úr 1.-4. bekk. Þjónustan er frá mánudögum til fimmtudags frá kl. 13...
Deildu
Í skólanum er boðið upp á heimanámstíma að loknum skóladegi, fyrir þá sem vilja nýta sér það, fyrir börn úr 1.-4. bekk. Þjónustan er frá mánudögum til fimmtudags frá kl. 13:10-14:00. Þær Ingibjörg Emilsdóttir og Vala Friðriksdóttir sjá um heimanámstímana auk aðstoðar frá starfsmanni Skólaskjóls. Það er þó alfarið á ábyrgð foreldra að fylgjast með hvort að því hafi verið sinnt og sjá um að nemendur ljúki því fyrir tilsettan skiladag.

Greiðsla fyrir heimanámstíma er 150 kr. hvert skipti, samkvæmt gjaldskrá Strandabyggðar.
Til baka í yfirlit