Fara í efni

Furðuleikarnir á sínum stað

24.01.2013
Einn stærsti atburðurinn á Hamingjudögum mörg undanfarin ár hefur verið Furðuleikar Sauðfjárseturs á Ströndum, en þar geta ungir sem aldnir mætt í Sævang og spreytt sig á alls kona...
Deildu
Einn stærsti atburðurinn á Hamingjudögum mörg undanfarin ár hefur verið Furðuleikar Sauðfjárseturs á Ströndum, en þar geta ungir sem aldnir mætt í Sævang og spreytt sig á alls konar furðulegum íþróttagreinum sem hafa sumar hverjar orðið landsþekktar í gegnum árin.

Í morgun var staðfest að engin undantekning verður gerð frá þessari frábæru reglu árið 2013 - Sauðfjársetrið mun halda sína frábæru Furðuleika með kaffihlaðborði og tilheyrandi sunnudaginn 30. júní í sumar.
Til baka í yfirlit