Kæru íbúar Strandabyggðar, eins og fram hefur komið, hefur sveitarfélagið tekið í notkun nýja heimasíðu og um leið nýtt fundargagnakerfi. Þetta nýja kerfi skráir fundargerðina beint á heimasíðuna, ef svo má segja og því miður sýnir það sig að viss hluti af texta í byrjun hvers fundar skilar sér ekki þar. þetta er sá hluti þegar oddviti býður fundarmenn velkomna, kallar eftir athugasemdum við fundarboðun og tilkynni um afbrigði, ef einhver eru. Þessi texti skilar sér í fundargerðina sjálfa, en ekki á heimasíðuna.
Þetta er bagalegt og við erum búin að hafa samband við fyrirtækið sem er með fundarkerfið sem er að skoða lausnir á þessu.
Þangað til það liggur fyrir, er hér undirritað pdf eintak af fundargerðinni, þar sem allur textinn kemur fram.
Fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar nr. 1384 - undirrituð
