Elsku mamma og pabbi.
Ég er búin/n að vera rosalega dugleg/ur í vikunni. Í íslensku var ég dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum. Einn hluti af samræmdu könnunarprófi var þar á meðal.
Í listum hjá Dúnu gerði ég ástralska frumbyggja mynd. Hún leyfði mér að hlusta á frumbyggja tónlist og svo fékk ég að prófa blásturshljóðfærið hennar.
Í stærðfræði vann ég að markmiðum mínum um þróun talna og gekk það bara ágætlega.
Í íþróttum hjá Kolla fór ég í gönguferð og allskonar útileiki. Það var mjög skemmtilegt því að veðrið var svo gott. Sundkennslan féll niður þessa viku þar sem verið var að laga sundlaugina.
Ég fór í vettvangsferð á Stóru Grund til Heiðu og Kalla. Þau leyfðu mér að halda á lömbunum, ég fékk líka að gefa kindunum hey og svo lék ég mér í smá stundi í hlöðunni. Það fannst mér ýkt cool.
Nestið mitt borðaði ég svo úti á túni og þegar ég var búin/n með það fór ég að leika mér í fjörunni. Þar var margt að finna :) Á heimleiðinni kom ég aðeins við á leiksvæðinu fyrir framan galdragarðinn og þar lék ég mér í smá tíma.
Í matreiðslutíma var haldið pizzapartý, ég bauð krökkunum í 1. - 2. bekk að vera með. Ég bakaði pizzu og ég mátti setja allt það sem ég vildi ofan á hana. Ég blandaði sumardrykk og í eftirrétt bjó ég til súkkulaði- og karamellubúðing. Á meðan pizzan var að bakast raðaði ég upp borðum og stólum. Að því búnu dekkaði ég upp borðið.
Mér ásamt öllum krökkunum í skólanum var boðið í formlegt boð í Hnyðjuna, Ingibjörg sveitastjóri tók á móti okkur öllum og kynnti fyrir okkur þá starfsemi sem fram fer í húsinu. Ég söng ásamt öllum hinum krökkunum nokkur vorlög sem ég var búin að æfa í söngstund fyrr um morguninn og fékk ís að launum :)
Á heimleiðinni kom ég svo við í kirkjunni og æfði lagið sem ég ætla að spila á vortónleikunum.
Annars er ég búin/n að standa mig vera rosalega vel í vikunni eða það segir Vala, Alda og Árný allavega :)
Með góðri kveðju,
Díana Jórunn, Elín Victoría, Friðrik Heiðar, Guðmundur Ragnar, Halldór Víkingur, Helgi Sigurður, Hilmar Tryggvi, Júlíanna
Steinunn, Kristín Lilja, Lárus, Matthías, Róbert Máni, Signý, Sigurður Kári og Svanur Eðvald,
Skilaboð frá Völu :)
Í vikunni verður mikið um að vera hjá nemendum í 3. bekk, þeir fara í tvær skimanir til Hrafnhildar Þorsteins. Bekkum verður skipt í þrjá fimm manna hópa, hún byrjar á að leggja fyrir lestrarhæfnisprófið LH-60 og svo lesskilnigspróf.
Á fimmtudaginn og föstudaginn ætlum við að heimsækja Stínu á bókasafninu og biðja hana um að fræða okkur um bækurnar á safninu og starfsemi bókasafnsins.
Anna Hjúkrunarkona ætlar að koma að heimsækja okkur á fimmtudag. Þannig að þið sjáið, það er nóg um að vera hjá okkur hér í 3. bekk.
