Fara í efni

Fréttabréf vikunnar

15.09.2013
Heil og sæl kæru foreldrar/forráðamennVikan sem leið hefur verið mun betri en síðustu tvær vikur.  Flestir hafa náð að klára markmiðin sín en þeir sem ekki náðu að klára tóku ...
Deildu

Heil og sæl kæru foreldrar/forráðamenn

Vikan sem leið hefur verið mun betri en síðustu tvær vikur.  Flestir hafa náð að klára markmiðin sín en þeir sem ekki náðu að klára tóku með sér heimavinnu.

Námsefniskynningin var á fimmtudag og heppnaðist hún prýðilega vel. Við viljum þakka þeim foreldrum sem sáu sér fært um að mæta, fyrir að koma. Börnunum fannst afar gaman að sjá foreldra sína svitna yfir verkefnum sem þau eru búin með.  Samantekt frá námsefnakynningunni verður send til ykkar í pósti.

Í komandi viku verður könnun í íslensku og samfélagsfræði.

5.- 6. og 7. bekkur  fara í íslensku könnun á miðvikudaginn og könnun í samfélagsfræði verður á föstudaginn, hjá öllum bekkjunum.

 Á mánudaginn munu nemendurnir koma heim með áherslulista yfir það sem þarf að kíkja á fyrir íslensku könnunina.

Fyrir samfélagsfræðikönnunina þá munum við senda með þeim heim spurningar sem þau eiga að læra svörin við. Það verða tíu spurningar sem þau fá heim en í könnunni verða þær aðeins færri. 

Í það heila gekk vikan vel og nemendur voru sáttir.

Umsjónarmönnum þeim Halldóri og Daníel fannst þetta um vikuna: Þeim fannst gaman flesta daga, en þeim fannst sérstaklega gaman í gær fimmtudag þegar nemendur fengu að pína foreldrana sína í verkefnavinnu.

 

Með bestu kveðju

Sóley, Lára, Daníel og Halldór.

Til baka í yfirlit