Fara í efni

Fréttabréf 9.maí

09.05.2014
Kæru foreldrarVið erum komin í sumarskap hérna í 5. 6. og 7. bekk. Spenna er að myndast í hópnum og við erum byrjuð að telja niður í sumarfrí JVið reynum þó eftir fremsta megni að...
Deildu

Kæru foreldrar

Við erum komin í sumarskap hérna í 5. 6. og 7. bekk.
Spenna er að myndast í hópnum og við erum byrjuð að telja niður í sumarfrí J

Við reynum þó eftir fremsta megni að beina athyglinni að námsefninu og klára þau verkefni sem vinna þarf. 

Í næstu viku eru vortónleikar tónskólans á miðvikudag og fimmtudag. Þeir munu verða auglýstir betur þegar nær dregur.

Eins og þið sennilega vitið hefur Félag grunnskólakennara boðað vinnustöðvun dagana 15., 21. og 27. maí ef samningar hafa ekki tekist fyrir þann tíma.
Svo gæti því farið að ekki verði kennsla næsta fimmtudag (15.maí). Allir grunnskólakennarar og leiðbeinendur taka þátt í vinnustöðvuninni og er öðrum starfsmönnum óheimilt að ganga í þau störf.

Bestu kveðjur og  góða helgi
Lára og Kristjana 
Til baka í yfirlit