Fara í efni

Fréttabréf 7.mars 2014

07.03.2014
Kæru foreldrarÞessi vinnuvika hefur verið allt of fljót að líða, enda mikið um að vera.Á mánudag var bolludagur. Þann dag máttu nemendur mæta með bollur að heiman í nestisboxunum, ...
Deildu

Kæru foreldrar

Þessi vinnuvika hefur verið allt of fljót að líða, enda mikið um að vera.

Á mánudag var bolludagur. Þann dag máttu nemendur mæta með bollur að heiman í nestisboxunum, það vakti mikla gleði.

Á öskudaginn mættu nemendur í allskyns furðufötum. Fyrstu tvo tímana var hefðbundin kennsla en síðan öskudagssprell þar sem nemendur skiptust á að vinna á fjórum smiðjum.

Smiðjurnar voru:  
Öskudagurinn- hefðir hér á landi og um allan heim 
Saumaðir öskupokar 
Stærðfræðiþrautir og leikir 
Leikir og þrautir til að efla skynjun og athyglisgáfu

Nemendur og starfsfólk grunnskólans skemmtu sér stór vel í þessari vinnu.  
Myndir eru komnar hér á heimasíðu skólans í albúminu Öskudagssprell.

Þar sem nemendur hafa staðið sig svo vel í vikunni að vinna að markmiðum sínum spiluðum við á fimmtudeginum.

Í dag föstudag byrjuðum við á Evrópuverkefni okkar í samfélagsfræði. Nemendur drógu upp Evrópulöndin og við getum ekki heyrt annað en þau séu spennt fyrir þessu nýja verkefni.

Í Tjáningu á mánudaginn ætlum við að æfa okkur í framsögn. Nemendur eiga því að velja sér stuttan texta úr einhverri bók að eigin vali, æfa sig heima og lesa upp fyrir nemendur á mánudaginn.

Viktor og Vilhjálmur voru umsjónarmenn vikunnar og stóðu sig með prýði.

Bestu kveðjur og góða helgi  
Lára og Kristjana
Til baka í yfirlit