Kæru foreldrar
Þessi vinnuvika hefur verið allt of fljót að líða, enda mikið um að vera.
Á mánudag var bolludagur. Þann dag máttu nemendur mæta með bollur að heiman í nestisboxunum, það vakti mikla gleði.
Á öskudaginn mættu nemendur í allskyns furðufötum. Fyrstu tvo tímana var hefðbundin kennsla en síðan öskudagssprell þar sem nemendur skiptust á að vinna á fjórum smiðjum.
Smiðjurnar voru:
Öskudagurinn- hefðir hér á landi og um allan heim
Saumaðir öskupokar
Stærðfræðiþrautir og leikir
Leikir og þrautir til að efla skynjun og athyglisgáfu
Nemendur og starfsfólk grunnskólans skemmtu sér stór vel í þessari vinnu.
Myndir eru komnar hér á heimasíðu skólans í albúminu Öskudagssprell.
Þar sem nemendur hafa staðið sig svo vel í vikunni að vinna að markmiðum sínum spiluðum við á fimmtudeginum.
Í dag föstudag byrjuðum við á Evrópuverkefni okkar í samfélagsfræði. Nemendur drógu upp Evrópulöndin og við getum ekki heyrt annað en þau séu spennt fyrir þessu nýja verkefni.
Í Tjáningu á mánudaginn ætlum við að æfa okkur í framsögn. Nemendur eiga því að velja sér stuttan texta úr einhverri bók að eigin vali, æfa sig heima og lesa upp fyrir nemendur á mánudaginn.
Viktor og Vilhjálmur voru umsjónarmenn vikunnar og stóðu sig með prýði.
Bestu kveðjur og góða helgiLára og Kristjana