Fara í efni

Fréttabréf 6.desember 2013

06.12.2013
Kæru foreldrarVikan hefur verið ljómandi góð hjá okkur í 5.6. og 7. bekk. Við byrjuðum á nýju efni í samfélagsfræði, bók sem heitir Sögueyjan og í  þessu námsefni er fjallað u...
Deildu

Kæru foreldrar

Vikan hefur verið ljómandi góð hjá okkur í 5.6. og 7. bekk.
Við byrjuðum á nýju efni í samfélagsfræði, bók sem heitir Sögueyjan og í  þessu námsefni er fjallað um íslenskt samfélag frá landnámi fram til loka miðalda.  Í náttúrufræði erum við byrjuð að vinna í eðlisfræðibókinni Auðvitað og bekkirnir eru farnir að huga að atriði til flutnings á jólaskemmtun.

Við erum komin í jólaskap og svolítil spenna og eftirvænting er að myndast í hópnum.
Skólastofan okkar er komin í jólabúning, en við eigum nú líklega eftir að skreyta hana enn betur.  Við erum aðeins farin að föndra jólakort til bekkjarfélaga og vina. Skrautskæri, límmiðar, glimmer og allskyns föndur sem passar á jólakort er því velkomið með í skólann fram að jólum.

Í dag var ruglufatadagur í Grunnskólanum og nemendur klæddir samkvæmt því eins og myndirnar bera með sér, fötin voru úthverf, snéru öfugt og þess háttar.

Nemendur í 5. bekk hafa verið að vinna í upprifjun í íslensku, og í enskutímum hjá Kristjönu er unnið í jólahefti þar sem ýmis orð sem tengjast jólunum eru tekin fyrir.

Lestrarátak verður í 5.6.og 7.bekk fram að jólafríi og vonandi langt fram eftir nýju ári.  Lestur er undirstaða alls náms og því er mikilvægt að nemendur lesi heima á hverjum degi. Við viljum biðja ykkur foreldra um að taka virkan þátt í þessu með okkur, hlusta á börnin ykkar lesa og kvitta í Skjatta J

Á mánudag verður  kveikt á jólatré við Grunnskólann kl. 13:30 og á föstudaginn er náttfatadagur hér í Grunnskólanum.
Einnig viljum við minna á jólatónleika Tónskólans í næstu viku á miðvikudag og fimmtudag kl. 19:30.

Kveðja,                

Lára og Kristjana

Til baka í yfirlit