Kæru foreldrar og forráðamenn
Vikan hefur gengið vel og allir hafa haft nóg að gera. Nemendur hafa unnið í markmiðum í stærðfræði og íslensku og í samfélagsfræði var umfjöllun vikunnar um Vestfirði og verkefni unnin í tengslum við það. Í náttúrufræði horfðu nemendur á heimildamynd um veðrið og síðan var verkefni.
Einhverjir náðu að klára markmiðin sín fyrir vikuna en aðrir ekki. Þeir sem kláruðu ekki fengu námsefni með sér heim og það væri frábært ef þau myndu klára heima til verða ekki á eftir.
Í kjölfarið hófst umræða um hve leiðinlegt væri að taka með sér heimavinnu en á því er einföld skýring : sumir eru mjög lengi að ná í bækurnar sínar og aðrir eru lengi að byrja á verkefnavinnunni. Það verður svo til þess að lítið næst að vinna í kennslustundum.
6.-og 7. bekkur fóru í sinn fyrsta tíma í upplýsingatækni þar sem byrjað var að vinna í Word, ritvinnslu. Þau unnu verkefnin samviskusamlega og fengu að hlusta á tónlist á meðan.
Viktor og Bríanna voru umsjónamenn vikunnar og punktuðu þau niður hjá sér atriði sem stóðu uppúr.
Gefum þeim orðið :
Í tjáningu var mjög skemmtilegt, við vorum sett í hópa og hver hópur átti að draga miða. Á þeim miða var einhver tilfinning eins og: döpur/dapur, ást, reiður/reið. Við fengum 20 mínútur til að búa til leikrit um tilfinninguna. Það tókst mjög vel og allir voru mjög ánægðir með sitt leikrit.
Á þriðjudaginn þá sat 5.bekkur í stærðfræði hjá Ingu og svo heyrðist í einum nemandanum „hvalur“ allir ruku út að glugga og fylgdust með hvalnum sem var að fá sér að borða í höfninni. Okkur þótti mjög gaman að sjá hvalinn.
Á miðvikudaginn var sól úti, 6.-7.bekkur fór í Ólafsdal til að ná í grænmetið sem þau settu niður á síðasta skólaári. Það þótti þeim svakalega gaman og komu þau heim með fulla poka af grænmeti.
Í þessari viku fóru fram kosningar til nemendaráðs og þeir nemendur sem sitja í nemendaráði á miðstigi eru:
Viktor og Guðmundur í 5.bekk
Guðrún og Daníel í 6.bekk
Stefán í 7.bekk.
Bestu kveðjur,
Sóley Ósk og Lára.