Heil og sæl kæru foreldrar og forráðamenn.
Þessi vika gekk ágætlega, það voru flest allir mjög vinnusamir og náðu að klára markmiðin sín.
Það hefur ekki verið gert mikið annað en að læra. 5.bekkur tók könnun í íslensku, stærðfræði og samfélagsfræði í vikunni. Þetta eru síðustu kannanirnar fyrir annarlok, þeim gekk ágætlega. 6.- og 7. bekkur taka islenskukönnun á morgun, þriðjudag.
Samfélagsfræðikönnun var á föstudag og stærðfræðikönnun stendur yfir.
Í næstu viku verður heldur betur uppábrot, haldnir verða þemadagar. Þeir verða miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Markmið verða því ekki löng og venjulegir skóladagar verða einungis mánudag og þriðjudag. Nemendur skiluðu í dag valblöðunum sínum v/þemadaganna og flestum þykir þetta vera mjög spennandi.
Það voru engir umsjónamenn í þessari viku, svo bekkurinn tók saman atburði í líðandi viku.
Þetta höfðu þau um vikuna að segja:
Vikan var góð, það sem sérstaklega stóð uppúr var samspilið og uppskeruhátíðin. Þeim fannst heldur erfitt að vera í öllum þessum könnunum, en samfélagsfræði könnunin okkar var mjög skemmtileg, þau kláruðu hana einn tveir og bingó (sögðu nemendur). Einnig var talað um að það hafi gengið vel á fótboltavellinum þessa vikuna, sem er mikið ánægjuefni og vonandi hefur fundist einhver sátt á milli miðstigs og elsta stigs.
En síðast en ekki síst átti Helgi okkar afmæli þann 31.október, þessi mikla krúttbomba er orðinn 10.ára ungur.
Ekkert fréttabréf verður sent út næstkomandi föstudag v/þemadaga en verður vonandi stútfullt föstudaginn þar á eftir.
Bestu kveðjur,
Sóley Ósk og Lára