Fara í efni

Fréttabréf 4.apríl

04.04.2014
Komiði sælÞað er mikið um að vera hjá okkur þessa dagana í 5. 6. og 7. bekk. Á fimmtudaginn í næstu viku verður leiklistarhátíð grunnskólans og af því tilefni gerðum við okkur...
Deildu

Komiði sæl

Það er mikið um að vera hjá okkur þessa dagana í 5. 6. og 7. bekk.
Á fimmtudaginn í næstu viku verður leiklistarhátíð grunnskólans og af því tilefni gerðum við okkur lítið fyrir og bjuggum til okkar eigin leikrit.
Það hefur farið svolítill tími í það eins og gefur að skilja enda margt sem huga þarf að. Handritið er klárt og við höfum einnig verið að búa til búninga og annað slíkt.
Nemendur völdu sér sjálfir hvaða persónur þeir leika í leikritinu og ætla eftir fremsta megni að verða sér úti um búninga sjálfir, það sem ekki er hægt að búa til.

Á miðvikudaginn var alþjóðlegur dagur einhverfu og að því tilefni klæddumst við bláu til að vekja athygli á málefnum einhverfra einstaklinga.
Miðvikudagurinn var einnig alþjóðlegur dagur barnabókmennta og er 2. apríl jafnframt fæðingardagur H.C. Andersens. Að því tilefni lásum við söguna Blöndukút í Sorpu eftir Þórarinn Eldjárn. Ætla má að öll grunnskólabörn landsins eða um fjörutíuþúsund nemendur hafi hlustað á lestur þessarar sögu þennan dag.

Á þriðjudaginn horfðum við á myndina um Benjamín dúfu og ættu flestir nemendur að vera komnir langt á leið í ritgerðarskrifum. Við viljum minna á að skil eru í síðasta lagi næsta föstudag, eða fyrir páskafrí. Það eru því einhverjir nemendur sem þurfa að „spýta í lófana“ og vera duglegir að vinna heima.

Næsta vika er svo síðasta vikan fyrir páskafrí og ætla má að hún einkennist að miklu leyti af leiklistaræfingum og ritgerðarsmíð.

Leiklistarhátíð grunnskólans verður á fimmtudaginn kl 17 í félagsheimilinu og munu Danmerkurfarar vera með veitingasölu.
Það verður auglýst betur þegar nær dregur.

Umsjónarmenn vikunnar voru Guðmundur Ragnar og Daníel Freyr, þeir stóðu sig með prýði.

Ekki gleyma ABC söfnuninni!
Það er tilvalið að nota góða veðrið um helgina í göngutúr um hverfið J

Bestu kveðjur og  góða helgi
Lára og Kristjana

Til baka í yfirlit