Fara í efni

Fréttabréf 3.október 2013.

03.10.2013
Kæru foreldrar og forráðamenn.Þessi vika gekk mjög vel og flestir kláruðu markmiðin sín.  Nemendur í 5.bekk fengu heim með sér í dag lista yfir áhersluatriði sem verða í könnun ?...
Deildu

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Þessi vika gekk mjög vel og flestir kláruðu markmiðin sín. 

Nemendur í 5.bekk fengu heim með sér í dag lista yfir áhersluatriði sem verða í könnun í íslensku næsta miðvikudag.  Einnig fengu nemendur í 5.bekk sína vikulega áætlun fyrir næstu viku.  Þau fengu áætlun í upphaf þessarar viku og það gekk mjög vel að vinna eftir henni. Í henni kemur fram hvað er gott að klára af markmiðum á hverjum degi svo hægt sé að klára markmiðin sín á fimmtudegi. Sem þýðir að þau þurfa ekki að taka með sér heimavinnu og vinna í henni samviskulega yfir alla helgina.

6.-og 7.bekkur eru svo fljót með sín markmið að kennari þarf að endurskoða kennsluáætlunina og finna ný og skemmtileg verkefni.

Það ríkti almenn gleði í bekknum í vikunni, þó kannski ekki með allt saman eins og þessar lýs sem hafa ákveðið að kíkja í heimsókn.  En það hafa allir verið kembdir heima og flestir hafa verið með húfur eða buff til að koma í veg fyrir heimsókn í sína prúðu kolla.

Á morgun, föstudag og næstkomandi mánudag, eru starfsdagar í skólanum og nemendur fá því langt helgarfrí.

Umsjónamenn vikunnar voru Guðmundur og Kristján.  Kennarar vilja taka það fram að þeir sinntu starfi sínu sem umsjónamenn mjög vel, eftir hvern skóladag var sópað og vel gengið frá, þeir fá sko plús í kladdann fyrir það. 

Umsjónamönnum þótti vikan hin ágætasta, þeim fannst allir vera vinna vel og allir mjög duglegir.  Það  kom uppástunga frá umsjónamönnum (ásamt fleirum ) að  5.-7.bekkur fengu sínar eigin frímínútur, bara þessir bekkir til að leika saman í fótbolta ásamt öðru.  Þeim fannst þessi lús sem bauð sig sjálfa velkomna, vera mjög óvelkomna og vonandi ákveður hún að yfirgefa prúða kolla sem allra allra fyrst.

Góða helgi og við sjáumst hress á þriðjudaginn.

Sóley Ósk, Lára, Guðmundur og Kristján Rafn.

Til baka í yfirlit