Fara í efni

Fréttabréf 31.jan

31.01.2014
Kæru foreldrarVikan hefur gengið nokkuð vel hjá okkur í 5. 6. og 7. bekk. Lára hefur verið í námslotu þessa vikuna en við höfum fengið Eirík, Önnu Birnu og Huldu í heimsókn til okk...
Deildu

Kæru foreldrar

Vikan hefur gengið nokkuð vel hjá okkur í 5. 6. og 7. bekk.
Lára hefur verið í námslotu þessa vikuna en við höfum fengið Eirík, Önnu Birnu og Huldu í heimsókn til okkar til að leysa hana af.

Verkefnið okkar í samfélagsfræði er komið á fullt skrið og nemendur eru kappsamir og duglegir að leita sér heimilda um líf og störf landnámsmanna. Það reynir svolítið á skipulag og að vinna saman að sameiginlegum markmiðum, en þetta kemur allt saman :)

 

Nemendur 5. bekkjar tóku lesskilningspróf í vikunni og í næstu viku verður málfræðipróf hjá þeim.

 

Þeir nemendur sem eru í ensku hjá Önnu Birnu eru að fara í próf á næsta mánudag.  

 

Umsjónarmenn vikunnar voru Guðmundur Ragnar og Guðrún Júlíana og þau stóðu sig afskaplega vel í umsjónarstarfinu.

 

Nemendur 6.-og.7.bekkjar fara á mánudagsmorgun í skólabúðir í Reykjaskóla, nokkur spenningur er kominn í hópinn og allir eru búnir að ákveða að skemmta sér vel.

Góða helgi

Lára og Kristjana

Til baka í yfirlit