Fara í efni

Fréttabréf 30.ágúst 2013

31.08.2013
                                                                                                  ?...
Deildu

 

                                                                                                                                                                            

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda.

Nú er fyrstu skólavikunni lokið og hún gekk mjög vel. Krakkarnir hafa almennt verið jákvæðir og þau hafa verið mjög vinnusöm í kennslustundum.

Nemendur fengu verkefni í íslensku og stærðfræði til að meta hvar þau eru stödd í námsgreinunum og hefst vinnan samkvæmt því mati.  Í vetur munum við svo taka stöðumat á nokkurra vikna fresti.

Veðrið, var námsefni vikunnar í náttúrufræði og skipting landsins og Vesturland, námsefnið í samfélagsfræði.

Anna Birna sér um að kenna 5.-7. bekk ensku og nemendur eru það áhugasamir að þeir tala ensku í öðrum kennslustundum. Í vikunni voru þau að læra að segja hvað klukkan er.

6. og 7. bekkur læra einnig dönsku og vonandi verða þau jafnáhugasöm um það tungumál.

Heimadæmi hafa verið sett á nýja vefinn, Námfús.is, og skal þeim lokið fyrir mánudag.  Flestir nemendur nota Skjatta til að halda áætlun í markmiðum sínum en ef það gleymist þá eru markmiðin á Námfús.

Í vetur verða ekki send út hefðbundin foreldrabréf  því nemendur munu sjálfir sjá um að miðla upplýsingum til foreldra á heimasíðu Grunnskólans á Hólmavík.  Í hverri viku verða skipaðir 2 umsjónarmenn og eitt af verkefnum þeirra verður að draga saman fréttir vikunnar í máli og myndum.

Að lokum minnum við á að nemendur eiga að skila útfylltum markmiðsblöðum sem fyrst og í framhaldinu verða stutt nemendaviðtöl.

Bestu kveðjur

Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir, umsjónarkennari 5. bekkjar.

Lára Jónsdóttir, umsjónarkennari 6. og 7. bekkjar.

Til baka í yfirlit