Heil og sæl
Síðan síðasta foreldrabréf var birt höfum við nemendur í 5. 6. og 7. bekk fengist við fjölmörg og skemmtileg verkefni.
Í síðustu viku kom Tinna Schram ljósmyndari og tók bekkjarmyndir. Við viljum minna ykkur á að nú er síðasta tækifæri á að panta og greiða fyrir myndir.
Þriðjudagurinn varð svolítið ruglingslegur hjá okkur þar sem við lánuðum kennslustofuna okkar undir ljósmyndastúdíó. En við gerðum gott úr því fórum í heimsókn á leikskólann og lærðum mikið úti þennan dag, enda veðrið alveg meiriháttar.
Á föstudeginum fór allur grunnskólinn í sleðaferð upp á Steingrímsfjarðarheiði. Sú ferð heppnaðist einstaklega vel og voru það sæl og glöð börn sem fóru heim í helgarfrí.
Við viljum þakka þeim foreldrum sem gáfu sér tíma til að koma með okkur, það gladdi börnin ómetanlega.
Í þessari viku hafa nemendur staðið sig með prýði og unnið vel að markmiðum sínum.
Í tjáningu bjuggu nemendur til stutta leikþætti um Benjamín dúfu og gekk það í flestum tilfellum nokkuð vel. Svona verkefni reyna mikið á tillitsemi, þolinmæði og almenn samskipti sem við þurfum alltaf að vera að vinna í og huga að því að vanda.
Í dag var svo umhverfisdagur Grunnskólans.
Farið var í ratleik sem endaði á Stóru-Grund þar sem fjaran var skoðuð, kíkt í fjárhúsin og notið umhverfisins og góða veðursins.
Lára og Kristjana