Kæru foreldrar og forráðamenn
Vikan var nokkuð góð og nemendur ágætlega vinnusamir í markmiðum sínum. Við byrjum nýja önn á nýju námsefni í íslensku sem heitir Málrækt. 6.-og 7.bekkur ætla að læra ljóð aðra hverja viku og lestrarátak er framundan.
Byrjað var á jólaskreytingum í skólanum í morgun, gluggaskrautið komið í gamla skóla og kirkjan fyrir jólapóstinn er komin á sinn stað.
Sóley okkar er nú farin í fæðingarorlof og ég veit að nemendur eiga eftir að sakna hennar mikið. Kristjana tók til starfa í vikunni sem nýr umsjónarkennari 5.bekkjar og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.
Spennandi desembermánuður er framundan með fullt af uppákomum og jólastarfi.
Eigið þið góða helgi,
Kveðja,
Lára