Kæru foreldrar
Við höfum fengist við margvísleg verkefni í þessari stuttu vinnuviku.
Í samfélagsfræði höfum við verið að læra um hindúatrú og við höldum áfram í trúarbragðafræði í næstu viku.
Í dag horfðum við saman á fræðslumynd um hindúatrú.
Eftir það fengum við að sjá myndir og myndbönd sem Lára tók með nemendum í Reykjaskólaferð 6. og 7. bekkjar. Það vakti mikla kátínu.
Signý kom í heimsókn til okkar í dag.
Stefán og Svanur voru umsjónarmenn vikunnar og stóðu sig með prýði.
Nú ættu allir nemendur 5. 6. og 7. bekkjar að vera byrjaðir að lesa bókina Benjamín dúfu. Þeir sem óska eftir því að fá hljóðbók heim eru beðnir um að hafa samband við kennara sem fyrst.
Í næstu viku verður nóg um að vera í skólanum hjá okkur.
Í mánudag er bolludagur, þá er leyfilegt að hafa með sér bollur í nesti.
Á miðvikudag er öskudagur. Nemendur mega koma í búningum í skólann. Kennt verður fyrstu tvo kennslutímana og síðan verða öskudagssmiðjur fram að hádegi. Nemendur fara í mat kl. 12:30 og eftir það er frí í skólanum.
Bestu kveðjur og góða helgi
Lára og Kristjana