Fara í efni

Fréttabréf 28. mars

28.03.2014
Komiði sælÞessi vika er búin að svífa áfram allt of hratt. Á mánudaginn kom forseti Íslands og frú í heimsókn til okkar. Við áttum við þau ágætis spjall og spurðum þau margs o...
Deildu

Komiði sæl

Þessi vika er búin að svífa áfram allt of hratt.
Á mánudaginn kom forseti Íslands og frú í heimsókn til okkar. Við áttum við þau ágætis spjall og spurðum þau margs og mikils. Myndir frá heimsókn þeirra eru komnar á heimsíðu skólans.

Í þessari viku er hann Jón Pétur danskennari staddur hér á Hólmavík og stór hópur nemenda hefur sótt dansnámskeið hans í vikunni. Í dag föstudag var svo sýning  í félagsheimilinu.

Í gær tóku nemendur 7. bekkjar þátt í stóru upplestrarkeppninni sem haldin var á Reykhólum. Þar stóðu þau sig öll frábærlega og varð Daníel Freyr í 3. sæti.
Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur!

Í næstu viku stendur til að við förum að ganga í hús og safna pening fyrir ABC barnahjálp. Það vantar enn aðeins upp á að skila inn leyfisbréfum frá foreldrum og viljum við biðja ykkur um að sjá til þess að þau skili sér sem fyrst upp í skóla svo við getum byrjað. Nemendur eru mjög áhugasamir fyrir þessu verkefni og bíða eftir að komast af stað.

Umsjónarmenn vikunnar voru Guðrún og Guðbjartur og stóðu þau sig með sóma.

Í næstu viku er samspilsvika hjá tónskólanum. 
Alþjóðlegur dagur barnabókmennta er á miðvikudaginn og munum við að sjálfsögðu taka þátt í að halda upp á hann J

Verið ófeimin við að hafa samband ef eitthvað er.
Bestu kveðjur og góða helgi
Lára og Kristjana 

Til baka í yfirlit