Kæru foreldrar
Vikan hefur gengið ljómandi vel hjá okkur í 5.6. og 7. bekk.
Nemendur hafa verið duglegir og vinnusamir að vinna að markmiðum sínum og að launum var spilatími á fimmtudaginn.
Í samfélagsfræði erum við að byrja á nýju verkefni. Í verkefninu setjum við okkur í spor áhafnar á skipi Leifs Eiríkssonar.
Við segjum frá ferðlagi okkar, aðbúnaði og ævintýrunum sem við lendum í.
Þetta er hópaverkefni og reynir mikið á samvinnu og skipulag.
Verkefninu lýkur svo með því að nemendur skila inn ritgerð og veggspjaldi um ferðalag sitt. Við komum til með að fara vel í uppsetningu ritgerðar og gefum þeim rúman tíma til að vinna að þessu verkefni í skólanum.
Sunna dóttir Hlyns skólabílstjóra var í heimsókn hjá okkur í vikunn.
Við viljum minna ykkur á mikilvægi þess að nemendur lesi heima á hverjum degi!
Í næstu viku munu nemendur 6. og 7. bekkjar fara í raddlestrarpróf hjá Hrafnhildi.
5. bekkur fer vikuna á eftir. Við sendum ykkur svo niðurstöður prófanna.
Umsjónarmenn vikunnar voru Friðrik Heiðar, afmælisbarn dagins, og Guðbjartur Þór, þeir stóðu sig mjög vel.
Góða helgi,
Lára og Kristjana.