Fara í efni

Fréttabréf 22.nóvember 2013

22.11.2013
Kæru foreldrarVið viljum byrja á að þakka ykkur fyrir spjallið í nemenda -og foreldraviðtölunum. Við fengum afar gagnlega punkta til að vinna með.  Þessi vika hefur gengið sæmilega....
Deildu

Kæru foreldrar

Við viljum byrja á að þakka ykkur fyrir spjallið í nemenda -og foreldraviðtölunum. Við fengum afar gagnlega punkta til að vinna með.  

Þessi vika hefur gengið sæmilega. Nemendur hafa verið að vinna í markmiðum, einnig hafa verið uppbrot í vikunni.

Tveir  nemendur úr 5.bekk fóru í leikskólann Lækjarbrekku og lásu fyrir börnin.  Nemendum í 5.bekk þótti það óréttlátt  að aðeins tveir fengu að fara lesa, en kennarinn þeirra hefur sagt þeim að hún skuli ræða við leikskólastjórann og reyna að ná samkomulag um að allir í 5.bekk fái að fara og lesa í desembermánuði.

 Leiksýning var í félagsheimilinu  fyrir 5.-10.bekk á þriðjudaginn. Þar setti Kómedíuleikhúsið upp mjög svo skemmtilegan einleik sem heitir Gísla saga Súrssonar. Það var mikið hlegið og hann fékk mjög góða dóma frá nemendunum eftir sýninguna.

Þangað til næst,

bestu kveðjur,

Sóley Ósk og Lára

Til baka í yfirlit