Kæru foreldrar
Undanfarnar tvær vikur hafa verið skemmtilegar og annasamar hjá okkur í 5. 6. og 7. bekk.
Þegar við mættum í skólann á miðvikudaginn í síðustu viku var búið að breyta stofuskipan í „nýja skólanum“. Kennslustofurnar sem voru þrjár eru nú orðnar tvær stórar kennslustofur. Við þurftum því að færa okkur örlítið til, og gekk það mjög hratt og vel.
Samfélagsfræði síðustu viku fór í verkefni um flóttamenn. Á föstudeginum hófust svo Hörmungardagar á Hólmavík í Grunnskólanum þar sem nemendur grunnskólans settu upp sýnishorn af flóttamannabúðum. Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna J
Þessi vika hefur flogið hjá allt of hratt. Nemendur hafa tekið kannanir í hinum ýmsu fögum og staðið sig með prýði á allan hátt.
Umsjónarmenn vikunnar voru Lárus og Róbert. Þeir stóðu sig mjög vel.
Í næstu viku er svo frí hjá nemendum á mánudaginn vegna starfsdags kennara.
Nemenda- og foreldraviðtöl fara fram á þriðjudaginn og ættu núna allir að vera búnir að fá miða heim um tíma. Vinsamlegast látið vita sem fyrst ef tíminn hentar ekki.
Á miðvikudaginn í næstu viku kemur framkvæmdastjóri Marita-fræðslunnar á Íslandi og verður með fræðslufund um forvarnir og fíkniefnaneyslu. Fundurinn verður í Hnyðju kl. 17:30 og eru allir foreldrar hvattir til að mæta.
Við viljum minna ykkur á að fylla úr leiðsagnarmat með börnunum ykkar!
Góða helgi og sjáumst á þriðjudaginn.
Lára og Kristjana