Heil og sæl
Af okkur í 5. 6. og 7. bekk er allt gott að frétta.
Við höfum verið vinnusöm og iðin undanfarna viku :)
Við reynum að nýta allan þann tíma sem gefst til að æfa okkur í lestri.
Eins og þið vitið er námsefnið sífellt að þyngjast og alltaf bætist í það sem lesa þarf í hverju fagi. Því er mikilvægt að vera dugleg og nýta hvern tíma til að æfa lesturinn.
Tilvalið er að lesa í þeim námsbókum sem settar eru fyrir, eins og t.d. samfélagsfræði og bókmenntaverkefnin í íslensku. Það má líka kvitta fyrir þeim lestri í Skjatta J
Okkur hefur boðist að taka þátt í verkefninu Börn hjálpa börnum á vegum ABC barnahjálpar.
Til að geta tekið þátt í þessu verkefni þurfum við samþykki ykkar foreldra. Því hafa allir nemendur nú farið heim með undirskriftarblað sem skila þarf inn sem fyrst.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á síðu ABC barnahjálpar http://www.abcchildrensaid.org/is/.
Í mánudaginn fáum við heimsókn frá forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni og konu hans Dorrit Moussaieff.
Einnig verður Jón Pétur danskennari hjá okkur í næstu viku, mikilvægt er að skila inn leyfi frá foreldrum sem allra fyrst fyrir þá nemendur sem ætla í danskennsluna. Á föstudaginn næsta lýkur svo danskennslunni með danssýningu fyrir foreldra. Það verður auglýst betur síðar.
Bestu kveðjur og góða helgi
Lára og Kristjana