Fara í efni

Fréttabréf 19.des 2013

19.12.2013
Kæru foreldrar og forráðamenn.Nú er skóla lokið á þessu ári og síðustu tvær vikur hafa einkennst af jólaundirbúningi og æfingum fyrir jólaskemmtun.  Stofan okkar hefur verið skrey...
Deildu

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Nú er skóla lokið á þessu ári og síðustu tvær vikur hafa einkennst af jólaundirbúningi og æfingum fyrir jólaskemmtun.  Stofan okkar hefur verið skreytt hátt og lágt og nemendur sendu marga tugi jólakorta til skólafélaganna.  7.bekkur flokkaði öll jólakortin fyrir nemendur og starfsfólk skólans með dyggri aðstoð 5.-og 6.bekkjar.  Við höfum þó líka verið dugleg að læra og lestrarátakið gengur nokkuð vel.  Það gekk ekki þrautalaust að ákveða og semja atriði fyrir jólaskemmtunina, þau voru samt alveg ákveðin í að gera atriði þar sem átti að gera grín af unglingum skólans, en þegar átti að búa til handrit var komið að tómum kofa.  Kennari snéri þá vísum um jólasveinana uppá 10.bekk og krakkarnir voru nokkuð ánægð með það. 

Á morgun, föstudag, verða síðan haldin stofujól.  Lesin verður jólasaga, kveikt á kertum og við gefum hvort öðru litlar gjafir.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár,

Jólakveðja,

Lára og Kristjana.

Til baka í yfirlit