Fara í efni

Fréttabréf 18.október 2013

18.10.2013
Orkuboltarnir í 5.-6.-og 7.bekk áttu ágætis viku og það voru allir duglegir að læra.  Við vorum með gestanemandann Gunnar, sem var með okkur alla vikuna.  Hann furðaði sig oft á lá...
Deildu

Orkuboltarnir í 5.-6.-og 7.bekk áttu ágætis viku og það voru allir duglegir að læra.  Við vorum með gestanemandann Gunnar, sem var með okkur alla vikuna.  Hann furðaði sig oft á látunum í bekknum.  Allir nemendur Grunnskóla Hólmavíkur fengu að heimsækja Sauðfjársetrið í Sævangi en þar var Dagrún Ósk Jónsdóttir með áhugaverðan fyrirlestur um álagabletti í Strandasýslu og síðan skoðuðu nemendur sýningu um álagabletti.

Í næstu viku verður skriftarátak í 6.-og 7.bekk þar sem þau ætla að vanda skrift í heila viku, muna að hafa bil á milli orða og fleira.  Átakinu lýkur svo með skriftar-og stafsetningarkönnun föstudaginn 25.okt.nk. 

Guðbjartur og Róbert voru umsjónarmenn vikunnar og stóðu sig með prýði.

Þeir höfðu þetta að segja (með hjálp bekkjarfélaganna) :   Við erum búin að vera með gest í vikunni sem er með brún augu.  Náttúrufræðin var mjög skemmtilega og við fengum að horfa á mynd í tímanum.  Við fórum á Sævang og við töluðum um það.  Í enskutíma var farið í Actionary, að hlaupa og skrifa.  Fyrir samfélagsfræðikönnunina var spurningaleikur .

Bestu kveðjur,

Guðbjartur, Róbert, Sóley Ósk og Lára.

Til baka í yfirlit