Kæru foreldrar
Vikan hefur gengið ljómandi vel hjá okkur í 5. 6. og 7. bekk.
Nemendur tóku kannanir í stærðfræði og í samfélagsfræði.
Í einhverjum tilfellum gleymdu nemendur að undirbúa sig fyrir samfélagsfræðiprófið og þá vill skapast svolítill kvíði í nemendum. Við viljum því biðja ykkur foreldra um að aðstoða börnin við undirbúning fyrir próf, spyrja þau út í námsefnið og fara yfir spurningablöðin með þeim.
Íþróttahátíð grunnskólans var haldin í félagsheimilinu á miðvikudaginn og tókst hún afbragðsvel. Gaman var að sjá nemendur og foreldra samankomna í leik og þrautum :)
Í dag föstudag fengum við gesti til okkar. Þorsteinn og Cyrus frændur Róberts Mána og Daníels Freys voru með okkur í dag. Þeir búa á Kjalarnesi en eru í heimsókn hjá frændum sínum. Það er alltaf gaman að fá gesti og fá að sýna hvað við erum að gera í skólanum hérna.
Það styttist í upplestarkeppni 7. bekkjar og af því tilefni höfum við ákveðið að æfa okkur í framsögn næstu tjáningatíma.Í dag fóru nemendur heim með ljóðablað. Á mánudaginn er æfing í framsögn þar sem nemendur lesa upp ljóðin sem þeir tóku heim með sér í dag. Þeir hafa því helgina til að æfa sig í lestrinum.
Díana og Elín voru umsjónarmenn vikunnar og stóðu sig mjög vel við að sjá um að allur frágangur væri góður.
Með bestu kveðju og góða helgi
Lára og Kristjana
Fréttabréf 17.janúar 2014
17.01.2014
Kæru foreldrar Vikan hefur gengið ljómandi vel hjá okkur í 5. 6. og 7. bekk. Nemendur tóku kannanir í stærðfræði og í samfélagsfræði. Í einhverjum tilfellum gleymdu nemendur að u...